november 2012
Intralox

Intralox fékk einkaleyfi á fyrsta plastfæribandinu árið 1970. Var það hannað með sjávarútveginn í huga, auðvelt í hreinsun og með góðu drifkerfi. Það færiband sló í gegn og hélt fyrirtækið áfram að hanna færibönd. Í dag býður Intralox upp á fjölbreyttustu línu af plasthlekkjaböndum sem völ er á og henta þau flest öllum vinnslum þar sem færibönd eru notuð. Intralox er leiðandi á sínu sviði og uppfylla böndin þeirra ströngustu gæðakröfur sem gerðar eru í matvælaiðnaði og víðar.
• Intralox færiböndin eru hönnuð til að þola mikið álag og erfiðar aðstæður. Þau þola saltvatn, ryðga ekki og taka ekki í sig mikla lykt.
• Plastfæriböndin eru auðveld í hreinsun sem er mjög mikilvægt því kröfur um hreinlæti aukast sífellt.
• Intralox færiböndin eru hágæðavara sem endist lengi og þurfa lítið viðhald.
• Intralox færiböndin eru með USDA gæðastimpil (United States Department of Agriculture).
• Intralox býður upp á mikið úrval færibanda í ýmsum útfærslum.
• Intralox er með allsherjar lausnir í færibandagerð fyrir sjávarútveginn og allan matvælaiðnað.