november 2012
Bonfiglioli

Bonfiglioli er eitt öflugasta fyrirtæki í Evrópu í framleiðslu gírdrifsbúnaðar fyrir hinar ýmsu aðstæður, svo sem fiskvinnslu og fleira. Þetta ítalska fyrirtæki var stofnað af Clementino Bonfiglioli árið 1956 og hefur síðan þá stækkað í stórt alþjóðlegt fyrirtæki. Markmið fyrirtækisins er að hanna og búa til nýstárlegar og áreiðanlegar lausnir fyrir viðskiptavini sína.

Marvís hefur einnig til sölu flangslegur gerðar sérstaklega fyrir tæki í matvælaiðnaði. Leguhúsið er framleitt úr mjög slitsterku plasti þannig að legan ryðgar ekki. Í húsinu er kúlulega úr hágæða stáli og í miðju legunnar er vönduð pakkning með ryðfríum gormi sem kemur í veg fyrir leka frá legunni. Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum Marvís í síma 564 1550.